top of page

​SÚPER VIÐSTÖDD

Super Vidstodd.jpg

Klara er fjörug og uppátækjasöm stúlka. Hún á stundum erfitt með að einbeita sér og truflast auðveldlega. Með aðstoð frá Súper Viðstaddri og afa sínum lærir Klara að nota núvitundaræfingar og jóga til að róa hugann og fær um leið útrás fyrir hreyfiþörfina og leiðir til þess að takast a við krefjandi aðstæður.

3H2A3387.jpg
Núvitund og slökun

Núvitund byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) og austrænni þekkingu á núvitund og slökun. Með núvitundaræfingum
upplifum við vellíðan með því að beina athygli að líðandi stund og
tökum þá betur eftir hugsunum okkar og líðan.
Fræðslupunktar

Einbeitingarvandi getur stafað af ýmsu, eins og kvíða, streitu eða áhugaleysi. Allt eru þetta eðlilegar tilfinningar sem hægt er að vinna með og læra betur að hafa áhrif. Athyglisbrestur (ADHD) er meðfædd taugaþroskaröskun en kvíðaröskun er lærð hegðun.
Umræðupunktar
Af hverju eru aparnir að trufla Klöru?

Hefur þér einhvern tímann liðið eins og Klöru?​

Hvað kunni afi Klöru sem hjálpaði henni að róa hugann?

Kannt þú að gera jóga æfingu?

3H2A3495.jpg
3H2A3452.jpg
Super_Kröftug-no-back.png
Super_Viðstödd-no-back.png
Super_Vinalegur-no-back.png
Super_Vitraenn-no-back.png
Super_Satt-no-back.png
bottom of page