Súper Vinalegur
Súper Vinalegur er opinn og tilbúinn til þess að spjalla við fólk. Honum finnst forvitnilegt og skemmtilegt að eignast vini og kynnast nýju fólki. Súper Vinalegur er ófeiminn því hann er í góðri æfingu við að spjalla við fólk og fer reglulega út úr þægindarammanum.

Kvíði og ótti
Kvíði er náttúrulegt viðbragð líkamans sem verndar okkur í hættulegum aðstæðum eða aðstæðum sem reyna á.
Þessi viðbrögð hjálpa líkamanum að takast á við erfiðar aðstæður. Þetta lífeðlisfræðilega viðbragð kallast berjast, flýja, frjósa viðbragðið.

Umræðupunktar um sögu
Hvernig leið Nóa þegar hann var kvíðinn?
Hvað gerði hann til þess að auðvelda sér að mæta á námskeiðið og kynnast krökkum?
Má vera feiminn? JÁ!
Sálfræðin
Í feimni felst sterk vitund um að aðrir beini athygli sinni að manni og fylgist með því hvernig maður talar og hegðar sér. Þegar feimni er af mjög háu stigi er talað um félagskvíða og ber á mikilli vanlíðan í félagslegum aðstæðum. Félagsfælni er hugtak sem haft er um hegðun þeirra sem forðast eða óttast félagslegar aðstæður að það hamlar börnum eða fullorðnum.
Efni sem nýtist með bók
Kvíðastigi 1
Kvíðastigi 2
Kvíðastigi 3

Súper Vinalegur
Nói er ævintýragjarn og sniðugur drengur. Hann er stundum feiminn og finnur fyrir kvíða þegar hann er í kringum aðra krakka. Með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) líður Nóa betur og lærir gagnlegar leiðir til þess að takast á við kvíða og auka félagsfærni. Höfundar bókarinnar eru barnasálfræðingar með margra ára reynslu af meðferðarvinnu með börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra.

Finndu súperstyrkinn innra með þér!





