top of page
SÚPER VINALEGUR
Nói er ævintýragjarn og sniðugur drengur. Hann er stundum feiminn og finnur fyrir kvíða þegar hann er í kringum aðra krakka. Með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) líður Nóa betur og lærir gagnlegar leiðir til þess að takast á við kvíða og auka félagsfærni.
Kvíði og ótti
Kvíði er náttúrulegt viðbragð líkamans sem verndar okkur í aðstæðum sem eru krefjandi eða hættulegar.
Þessi viðbrögð hjálpa líkamanum að takast á við erfiðar aðstæður. Þetta lífeðlislega viðbragð líkamans kallast berjast, flýja, frjósa viðbragðið
Fræðslupunktar
Við getum öll upplifað feimni sem einkennist af sterkri vitund um að aðrir beini athygli sinni að sér. Alvarleg feimni getur verið félagskvíði sem er mjög hamlandi í samskiptum og félagslegum aðstæðum. Félagsfælni er hugtak sem haft er um hegðun þeirra sem forðast eða óttast félagslegar aðstæður.
Umræðupunktar
Hvað finnur þú í líkamanum þegar þú ert stressuð/stressaður?
Hvað hugsar þú þegar þú ert stressuð/stressaður?
Hvað gerði Nói til þess að þora að mæta á námskeiðið og kynnast krökkum?
Er hægt að eignast vini þótt þú sért feimin/n?
Verkefni
Kvíðastiginn
bottom of page