Súper Vinalegur

Nói er skapandi og ævintýragjarn drengur. 

Super_Vinalegur-no-back.png

Kvíði

Kvíði er náttúrulegt viðbragð líkamans sem verndar okkur í hættulegum aðstæðum eða aðstæðum sem reyna á. Þessi viðbrögð hjálpa líkamanum að takast á við erfiðar aðstæður. Þetta lífeðlisfræðilega viðbragð kallast berjast, flýja, frjósa viðbragðið.

Ráð fyrir foreldra

Búum til tækifæri til þess að hjálpa börnum að æfa sig í félagsfærni. Börn hafa mismunandi færni og mætum við þeim þar sem þau eru stödd.

 

Félagssamskipti geta verið ýmis takmörkuð eða borið á markaleysi. Mikilvægt er að kenna bæði barninu og að æfa sig að spyrja eftir og samþykkja/hafna samveru eins og á við. 

 

Ef barn fær í sífellu neitun, þá þarf að endurskoða aðferðirnar og finna nýjar leiðir.

 

Gott er að  barnið þolir takmarkaða samveru eða samskipti við félaga, ekki skilja þau eftirlitslaus, fylgstu vel með, leiðbeindu þau og hafðu samskiptin eins lengur og vel gengur. 

 

Mikilvægt er að grípa inn áður en illa fer og hafa þá styttri en betri samverustundir.

 

Við mætum öllum börnum þar sem þau eru stödd, t.d ef góður leikur endist í 10 mínútur eða 50 mínútur á þess að neitt gerist, þá er það að viðmiðið sem byggt er á.

 

Gott samband við kennara barns er mjög mikilvægt. Stundum geta kennarar bent á hvaða börn gætu náð vel saman við þitt barn. Fáðu ráð og stuðning hjá starfsfólki skólans við að mynda vinasambönd.

Feimni og félagskvíði

 

Í feimni felst sterk vitund um að aðrir beini athygli sinni að manni og fylgist með því hvernig maður talar og hegðar sér. Það verður til þess að maður verður jafnframt mjög meðvitaður um hegðun sem að jafnaði er meira eða minna ósjálfráð, eins og að tala.

 

Þegar feimni er á háu stigi er hún fremur kölluð félagskvíði eða félagsfælni. Félagsfælni er hugtak sem haft er um hegðun þeirra sem forðast eða óttast félagslegar aðstæður í slíkum mæli að það kemur verulega niður á starfi þeirra, námi eða samskiptum við aðra. Félagsfælni getur verið almenn eða bundin við ákveðnar kringumstæður eins og að tala eða borða fyrir framan aðra. Nýlegar rannsóknir benda til þess að allt að 10-12% fólks eigi við félagsfælni að stríða einhvern tímann á ævinni. Slík fælni getur verið afar bagaleg þar sem hún stendur fólki oft alvarlega fyrir þrifum.

Efni fyrir foreldra:

Hugsanavillur

Kvíðastiginn

Screenshot 2022-05-19 at 11.44.31.png
SStyrkur-logo_RGB.png
Screenshot 2022-05-19 at 11.48.23.png

Ráð fyrir foreldra

 setja sig í spor annarra;
• geta fyrirgefið;
• skilja af hverju beðist er fyrirgefningar;
• deila með sér;
• vilja fara í leik vegna þess að aðrir vilja þann leik (ekki bara leika það sem maður vill sjálf(ur));
• hlusta;
• grípa ekki fram í;
• hjálpa öðrum;
• uppnefna ekki;
• stríða ekki;
• taka ekki hluti í leyfisleysi;
• slá ekki frá sér;
• halda loforð sín;
• kunna að hætta að rífast, að gefa eftir, að sættast;
• axla ábyrgð, að sjá eigin sök, að viðurkenna.

Tengsl við Sjálfsmynd... styrkir etc.

Þróun félagsæfrni - frá fyrstu árum..

þroskaáfangar - talað um 4 þætti...

Finndu súperstyrkinn innra með þér!

Super_Viðstödd-no-back.png
Super_Vitraenn-no-back.png
Super_Vinalegur-no-back.png
Super_Kröftug-no-back.png
Super_Satt-no-back.png
Super_Eg-no-back.png