top of page
Súperstyrkir

Súperbækur

Super_Viðstödd-no-back.png
Super_Vitraenn-no-back.png
Super_Kröftug-no-back.png
Super_Satt-no-back.png
Super_Eg-no-back.png

Súper Vinalegur, Súper Vitrænn og Súper Viðstödd eru fyrstu bækurnar í seríunni um súperstyrkina sem miðla sálfræðiþekkingu til barna og uppalenda þeirra. Súperbækurnar hjálpa börnum að öðlast nýja færni og bjargráð, styrkir sjálfsmynd og innsýn barna í eigin líðan og hegðun. Snemmtæk íhlutun er áhrifarík leið til þess að efla lífsgæði barna síðar á lífsleiðinni og draga úr þróun á að smærri vandi verði stærri.

 

Súperbækurnar innihalda félagsfærnisögu þar sem söguhetjurnar þurfa að takast á við áskorun en með aðstoð súperstyrkjanna sem eru ofurhetjur þá ná börnin að yfirstíga erfiðleika og ýmsar hindranir.

Í öllum bókunum er að finna hagnýt ráð um hvernig öðlast megi færni til þess að takast á við mótlæti ásamt fræðslu til foreldra.​ Súperbækurnar eru byggðar á gagnreyndum sálfræðiaðferðum og eru frumsamdar af barnasálfræðingum með margra ára reynslu af klínískri meðferðarvinnu með börnum og unglingum. Mynskreytir er Viktoría Buzukina.

 

Súperbækurnar eru ætlaðar börnum á aldrinum 4 til 12 ára en eldri börn njóta einnig góðs af lestrinum og æfingunum sem teknar eru fyrir í bókunum. Bækurnar eru ætlaðar öllum þeim sem koma að uppeldi barna, kennurum, námsráðgjöfum og sálfræðingum. Hægt er að finna hér fyrir neðan ítarlegri fræðslu í tengslum við lestur bókanna og æfingar því tengdu. 

Screenshot 2022-11-09 at 18.52.13.png
Súper Vinalegur

Nói er ævintýragjarn og sniðugur strákur. Hann er stundum feiminn og finnur fyrir kvíða þegar hann er í kringum aðra krakka. Með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) líður honum betur þegar hann lærir gagnlegar leiðir til þess að taka á við kvíða og auka félagsfærni.

Hægt er að fjalla um Nóa sem barn með feimni, félagskvíða eða frávik í taugaþroska, eins og hentar því barni sem lesið er fyrir eða barnið sem les sjálft bókina.

Sjá ítarlegri fræðslu út frá bókinni

Super Vidstodd.jpg
Súper Viðstödd

Klara er fjörug og uppátækjasöm stúlka. Hún á stundum erfitt með að einbeita sér og truflast auðveldlega. Með aðstoð frá Súper Viðstaddri og afa sínum lærir Klara að nota núvitundaræfingar og jóga til að róa hugann og fær um leið útrás fyrir hreyfiþörfina og leiðir til þess að takast a við krefjandi aðstæður.

Hægt er að fjalla um líðan Klöru sem órólegan huga, einbeitingarvanda, streitu eða námsvanda, eins og hentar því barni sem lesið er fyrir eða barnið sem les sjálft bókina.

 

Sjá ítarlegri fræðslu út frá bókinni

Súper Vitrænn

Verð kr. 3.900,-

Súper Vitrænn

Tristan er tilfinningaríkur drengur sem fær stundum óþægilegar hugsanir og verður þá dapur. Súper Vitrænn kennir Tristani aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar til þess að taka betur eftir hugsunum sínum og tilfinningum sem hafa áhrif á hegðun. Með tímanum lærir Tristan að velja hugsanir sem hjálpa honum að líða vel.

Hægt er að fjalla um líðan Tristans sem barn með leiða, depurð eða þunglyndi, sorg eða missi, allt eins og hentar því barni sem lesið er fyrir eða barnið sem les sjálft bókina. 

Sjá ítarlegri fræðslu út frá bókinni

Finndu súperstyrkinn innra með þér

Super_Viðstödd-no-back.png
Super_Vitraenn-no-back.png
Super_Vinalegur-no-back.png
Super_Kröftug-no-back.png
Super_Satt-no-back.png
Super_Eg-no-back.png
bottom of page