top of page

Súperbækur

Súper Vinalegur, Súper Vitrænn, Súper Viðstödd og 

Súper Kröftug eru fyrstu bækurnar í seríunni um

súperstyrkina sem miðla sálfræðiþekkingu til barna

og uppalenda þeirra.

Súperbækurnar hjálpa börnum að öðlast nýja færni

og bjargráð, efla sjálfsmynd og innsýn barna í eigin

líðan og hegðun. Fræðsla er áhrifarík forvörn sem

eykur lífsgæði barna síðar á lífsleiðinni.

 

Súperbækurnar eru ætlaðar börnum frá fjögurra ára aldri en ekkert aldurstakmark er á bókunum. Eldri börn njóta góðs af lestrinum og eiga auðveldara með að tileinka sér þekkinguna og æfingarnar sem koma fyrir í bókunum. Bækurnar eru ætlaðar uppalendum og öllum þeim sem starfa með börnum. Hér á síðunni er hægt að finna fræðslu í tengslum við lestur bókanna og verkefni.

3H2A3380_edited.jpg
Screenshot 2023-08-30 at 12.53.28.png

SÚPER KRÖFTUG 

Maya og Maks eru nýflutt til Íslands og þurfa að aðlagast nýju samfélagi. Súper Kröftug kennir Mayu og Maks hjálplegar leiðir til þess að takast á við breyttar aðstæður og eignast vini. Þátttaka barna í íþróttum og tómstundastarfi er áhrifarík leið fyrir börn til að verða hluti af hópi og læra tungumálið. 

    Lykilhugtök

  • Gagnkvæm aðlögun

  • Félagstengsl og vinátta

  • Íslenskukunnátta allra barna

  • Mikilvægi og áhrif kennara og íþróttaþjálfara á líf barna

  • Söknuður, sorg, gleði, forvitni

  • Fræðsla fyrir uppalendur

Super_Vinalegur.jpg

SÚPER VINALEGUR

Nói er ævintýragjarn og sniðugur strákur. Hann er stundum feiminn og finnur fyrir kvíða þegar hann er í kringum aðra krakka. Með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) líður honum betur þegar hann lærir gagnlegar leiðir til þess að takast á við kvíða og auka félagsfærni.

    Lykilhugtök

  • Félagsfærni og félagskvíði

  • Aðferðir við kvíða fyrir allan aldur

  • LARP (hlutverkaspil) og námskeið

  • Hugsanavillur

  • Kvíði, stress, gleði, ánægja

  • Fræðsla fyrir uppalendur

Super Vidstodd.jpg

SÚPER VIÐSTÖDD

Klara er fjörug og uppátækjasöm stúlka. Hún á stundum erfitt með að einbeita sér og truflast auðveldlega. Með aðstoð frá Súper Viðstaddri og afa sínum lærir Klara að nota núvitundaræfingar og jóga til að róa hugann og fær um leið útrás fyrir hreyfiþörfina og leiðir til þess að takast a við krefjandi aðstæður.

    Lykilhugtök

  • Órólegur hugur, ADHD

  • Núvitund og hugleiðsla

  • Jógaæfingar og öndunaræfingar

  • Hugsanavillur

  • Óróleiki, pirringur, ró, gleði

  • Fræðsla fyrir uppalendur

Super Vitraenn.jpg

SÚPER VITRÆNN

Tristan er tilfinningaríkur drengur sem fær stundum óþægilegar hugsanir og verður þá dapur. Súper Vitrænn kennir Tristani aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar til þess að taka betur eftir hugsunum sínum og tilfinningum sem hafa áhrif á hegðun. Með tímanum lærir Tristan að velja hugsanir sem hjálpa honum að líða vel.

    Lykilhugtök

  • Hugræn atferlismeðferð

  • Innsýn í eigin líðan og hegðun

  • ​Ólík sýn og skema á aðstæður

  • Hugsanavillur

  • Depurð, leiði, gleði, hugljómun

  • Fræðsla fyrir uppalendur

Super_Kröftug-no-back.png
Super_Viðstödd-no-back.png
Super_Vinalegur-no-back.png
Super_Vitraenn-no-back.png
Super_Satt-no-back.png
bottom of page