Sálfræðingar Sjálfstyrks

Soffía Elín Sigurðardóttir
Barnasálfræðingur
Soffía Elín er klínískur sálfræðingur og hefur starfað sem sálfræðingur hjá Sentiu Sálfræðistofu frá árinu 2011. Hefur hún unnið sem skólasálfræðingur bæði hér á landi sem og í Ástralíu við greiningar- og meðferðarvinnu barna, unglinga og ungmenna.
Soffía Elín útskrifaðist í skóla- og þroskasálfræði við Háskólann í Western Sydney en lauk hún grunnnámi í sálfræði við Háskóla Íslands. Soffía hún kennt við Háskóla Reykjavíkur, handleiðir BS nema ofl.
Soffía sérhæfir sig í áfallameðferð, félagsfærni, ákveðniþjálfun, námslegum vandkvæðum og öðru sem snýr að líðan og hegðun barna og ungmenna.

Paola Cardenas
Barnasálfræðingur
Paola Cardenas er klínískur sálfræðingur, fjölskyldufræðingur og doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík. Starfar hún í dag sjálfstætt við meðferðarvinnu á börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra.
Paola er með cand. psych. gráðu í barnasálfræði frá Háskóla Íslands auk meistarapróf í fjölskyldumeðferð frá sama skóla. Lauk hún grunnnámi í sálfræði við Suffolk University í Boston. Paola kennir við Háskóla Reykjavíkur, handleiðir BSc- og MSc sálfræðinema ofl.
Paola sinnir einkum börnum og ungmennum sem hefa orðið fyrir áföllum, s.s. slysi, ofbeldi eða missi. Einnig vinnur hún með kvíðavanda, sjálfsmynd, handleiðslu einstaklinga og hópa.


Samstarfsaðilar

