top of page
Súperstyrkir
Súper Vitrænn
Súper Vitrænn hefur góða innsýn í eigin hugsanir og tilfinningar. Súper Vitrænn skilur hvernig hugsanir og tilfinningar hafa áhrif á það sem við gerum. Með æfingu er hægt að auka innsýn í eigin líðan og breyta hugsana- og hegðanamynstrum til hins betra.

Hugræn Atferlismeðferð
Alla daga, allan daginn erum við með hugsanir sem renna í gegnum huga okkar. Við tökum eftir sumum þeirra, öðrum ekki og broti af enn öðrum hugsunum.
Atburðir geta haft áhrif á hugsanir okkar, sem hafa áhrif á hvernig okkur líður og hefur áhrif á hegðun okkar.
Sálfræðin
Leiði er tilfinning þegar okkur finnst við skorta viðfangsefni.
Depurð er tilfinningaviðbragð sem við upplifum eftir að hafa orðið fyrir sorg eða missi. Vonleysis tilfinning getur fylgt depurð líkt og þunglyndi, sem er öllu alvarlegra ástand þar sem barn eða fullorðinn upplifir alvarlegri og langvinnari vanlíðan en við depurð.
Umræðupunktar um sögu
Hvers vegna var Tristan dapur?
Hefur þér einhvern tímann liðið eins og Tristani?
Ef svo er, hvað gerðir þú þá?
Veist þú hvað lætur þér líða betur?
Efni sem nýtist með bók
Listi yfir tilfinningar
Tilfinningamælir
Hugsanavillur


Súper Vitrænn
Tristan er tilfinningaríkur drengur sem fær stundum óþægilegar hugsanir og verður þá dapur. Súper Vitrænn kennir Tristani aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar til þess að taka betur eftir hugsunum sínum og tilfinningum sem hafa áhrif á hegðun. Með tímanum lærir Tristan að velja hugsanir sem hjálpa honum að líða vel.

Finndu súperstyrkinn innra með þér!






bottom of page