Sjálfstyrkingarbækur
sem efla sjálfsþekkingu og seiglu barna á uppbyggilegan hátt
Súperbækurnar eru frumsamdar af barnasálfræðingum og byggðar á gagnreyndum og árangursríkum sálfræðiaðferðum. Soffía og Paola eru með margra ára reynslu af meðferðarvinnu með börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra

Innra með okkur býr súperútgáfan af okkur
Við höfum styrkleika sem geta stutt okkur
í gegnum mótlæti og erfiðleika í lífinu
Uppgötvaðu þína styrkleika og bjargráð í
gegnum Súperstyrkina
Súper bækur
Súperbækurnar miðla sálfræðiþekkingu til barna þar sem leitast er við að efla sjálfsþekkingu þeirra, bjargráð og að virkja þeirra innri styrk. Snemmtæk íhlutun er bæði áhrifarík og mikilvæg.
Súper Vinalegur, Súper Vitrænn og Súper Viðstödd eru fyrstu barnabækurnar í seríunni um Súperstyrkina.
Í bókunum er að finna ýmis holl ráð við vandkvæðum og fræðsla fyrir uppalendur um viðfangsefnin sem tekin eru fyrir í bókunum. Bækurnar eru ætlaðar foreldrum jafnt sem fagaðilum.



OKKAR ÞJÓNUSTA
SÚPERBÆKUR
Barnabækur sem miðla sálfræðiþekkingu til barna á bæði skemmtilegan og uppbyggilegan hátt
BARNSÁLFRÆÐINGAR
Barnasálfræðingar með margra ára klíníska reynslu af meðferðar og greiningarvinnu standa að baki öllu efni hjá Sjálfstyrki
FYRIRLESTUR
Fyrirlestrar og ráðgjöf um viðfangsefni sem fallla undir sérfræðiþekkingu sálfræðinga Sjálfstyrks
UM OKKUR
Barnasálfræðingar
Paola og Soffía búa yfir margra ára reynslu í meðferðarvinnu með börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra. Súperbækurnar byggjast á þekkingu þeirra úr klínísku meðferðarstarfi sem barnasálfræðingar til 15 ára og eru hugsaðar sem snemmtæk íhlutun.


Súper Styrkir
Innra með okkur búa ofurkraftar sem við þurfum að virkja og hlúa að til þess að öðlast heilbrigða sjálfsmynd. Með fræðslu og æfingu erum við betur tilbúin að takast á við krefjandi aðstæður eða þegar á reynir.