Súper Styrkir

Innra með okkur búa ofurkraftar sem við þurfum að virkja og hlúa að til þess að öðlast heilbrigða sjálfsmynd. Styrkirnir innra með okkur eru eins og ofurhetjur - eða Súper Styrkir. Ofurhetjurnar eru hins vegar ekki fullkomnar og hafa sitt kryptonít. Geta því ýmsar ógnir reynt á færnina þeirra og skiptir m.a. æfing máli til þess að viðhalda ofurkröftunum.

Súper vinalegur

Ofurkraftar: Er súper vinalegur, er tilbúinn til þess að tala við fólk og eignast vini og kynnast þar með nýju fólki. Er opinn og ófeiminn, í góðri æfingu við að spjalla.

Ógnir: Að einangra sig þegar reynir á í stað þess að tala við einhvern og biðja um aðstoð. Sjálfsefi getur komið upp um að láta reyna á spjall og hvort hann verði dæmdur fyrir það sem hann segir.

​Súper vitrænn

Ofurkraftar: Þekkir vel tengsl milli hugsana, tilfinninga og hegðunar. Hefur góða innsýn inn í eigið hugarstarf og getur gert grein fyrir líðan hverju sinni. Er hann oftast fær um að stoppa óhjálplegar hugsanir.

Ógnir: Hugsanavillur geta ógnað honum með því að láta hann efast um eigin færni eða gildi. Getur hann einnig gleymt sér og tekið óhjálplegum tilfinningum sem staðreynd um hvernig honum eigi eftir að ganga.

​Súper viðstödd

Ofurkraftar: Hún á auðvelt með að róa hug sinn og líkama þegar eitthvað kemur henni í uppnám. Hún lifir í núinu og er viðstödd þótt að truflandi hugsanir eða áreiti geti átt sér stað. Stundar hugleiðslu og slökun til þess að viðhalda súper kraftinum sínum.

Ógnir: Óhjálplegar hugsanir og ytra áreiti geta ógnað kyrrð og ró líkama og hugar.

Súper kröftug

Ofurkraftar: Er virk og elskar hreyfingu. Er sterk og veit hvað hreyfing hefur góð áhrif á ofurkrafta hennar og sálrænt jafnvægi. Æfir yoga eða einhvers konar virkni.

Ógnir: Gleymir að hlúa að líkamanum sínum með hreyfingu þegar mikið álag er og fær því ekki útrásina sem er nauðsynleg til þess að viðhalda góðu jafnvægi í líkama og sál.

​Súper sátt 

Ofurkraftar: Er ofurhetja sem er ánægð með sig þrátt fyrir að vera ekki fullkomin. Er sátt við sig og líkama sinn því hún veit að hún er einstak. Skilur hvernig hugurinn og líkaminn talar við sig þegar hún er svöng, þreytt eða langar til þess að hreyfa sig. Hugsar því vel um líkama sinn og setur mörk. Súper sátt samgleðst öðrum og getur tekið við hrósi sjálf.

Ógnir: Bera sig saman við aðra og taka vanlíðan út á líkamanum með því að dæma hann á neikvæðan hátt. Notast við mælitæki sem eru ekki viðeigandi fyrir vellíðan og hamingju, eins og fatastærð eða tölu á vigt.​ Getur orðið öfundsjúk út í aðra og fundist hún ekki nógu og góð.

 

Súper ég

Ofurkraftar: Er ofurhetja sem hefur tileinkað sér alla styrkleikana frá Súper vinalegum, Súper vitrænn, Súper viðstaddri, Súper kröftugri og er Súper sátt. Súper Ég ert þú! Þú mátt hafa trú á þér og hæfileikum þínum því þú ert einstök manneskja með fullt af styrkleikum sem búa innra með þér. 

Ógnir: Er manneskja með allar þær mannlegu tilfinningar og hugsanir sem mannfólk býr yfir. Gerir stundum mistök, og veit að það er allt í lagi því enginn er fullkomin.

Reikningsnúmer 0370-26-500925             Kennitala 500920-0410