Sjálfsmynd

Sjálfsmynd er heildarhugmynd einstaklings um sjálfan sig. Fjölmargir þættir hafa áhrif á sjálfsmynd okkar, m.a. persónuleiki, áhugamál, skoðanir, gildismat, kyn, aldur, störf o.s.frv. Sjálfsmyndin er þannig byggð á af fjölmörgum atriðum sem við teljum eiga við um okkur; meðal annars “Ég er Íslendingur,” “ég er kona,” “ég er unglingur,” “ég er fyndin,” “ég er góð við dýr.”

Sjálfsálit vísar til viðhorfs manneskjunnar til sjálfrar sín og virði síns sem manneskju. Sjálfstraust vísa til þess hve mikla trú við höfum á sjálfum okkur og getu til að ná markmiðum okkar og takast á við lífið.


Þessi hugtök eru auðvitað öll samtengd en vísa til ólíkra hluta sjálfsmyndar. Þegar rætt er um að styrkja sjálfsmyndina er yfirleitt átt við að efla trú manneskjunnar á sjálfri sér (sjálfstraust) og stuðla að jákvæðum viðhorfum í okkar eigin garð/gagnvart okkur sjálfum (sjálfsálit).
 

Hvers vegna er gott að hafa sterka sjálfsmynd

  • Betri námsárangur (minni, sjálfstjórn)

  • Markmiðasetning og árangur í lífi

  • Eykur líkur á að unglingur setji mörk, velji sér betri vini, sýni ákveðni og taki betri og heilbrigðari ákvarðanir

  • Almennt hamingja og vellíðan

Ráð fyrir unglinga

  • Lærðu að velja úr og umgangast þá sem láta þér líða vel

  • Taktu eftir röddinni í huganum (hugsanir) og segðu upphátt jákvæð orð við sjálfa/n þig

  • Taktu eftir því sem gengur vel

  • Hjálpaðu öðrum og hrósaðu öðrum

  • Það er allt í lagi að líða stundum illa, talaðu við einhvern sem þú treystir

  • Það er allt í lagi að vera ekki fullkomin/n

Líðan ungmenna á tímum COVID-19 faraldurins

SStyrkur-logo_RGB_svart.png