Paola Cardenas

sálfræðingur

paola@sjalfstyrkur.is

Paola Cardenas er klínískur sálfræðingur, fjölskyldufræðingur og doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík.

Paola er með cand. psych. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands auk meistarapróf í fjölskyldumeðferð frá sama skóla. Hún lauk grunnnámi í sálfræði við Suffolk University í Boston.

Í tæplega sjö ár starfaði Paola í Barnahúsi sem sálfræðingur og sérhæfður rannsakandi og vann hún með börnum og unglingum sem eru þolendur kynferðisofbeldis og líkamlegsofbeldis. Þar áður starfaði hún í þrjú ár hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem yfirsálfræðingur teymis sem sinnir börnum og unglingum. Hún hefur einnig starfað hjá Rauða kross Íslands og á barna og unglingageðdeild Landspítalans. Paola sinnir vettvangsnám BSc nema í sálfræði við Háskólann í Reykjavík ásamt því að handleiða nema í starfsnámi og lokaverkefnum.

Paola hefur stýrt fjölmörgum sjálfstyrkingar-námskeiðum ætlað börnum, unglingum og fullorðnum. Hún kennir loks jóga námskeið fyrir börn og ungmenni.

Meðferðarnálgun

Paola notast við gagnreyndar sálfræðimeðferðir og þá einna helst Hugræna Atferlismeðferð (HAM), Áfallamiðað (HAM), Hugræna úrvinnslumeðferð (CPT), EMDR áfallameðferð, Núvitund og Jóga.

Soffía Elín Sigurðardóttir

sálfræðingur

soffiaelin@sjalfstyrkur.is

Soffía Elín er klínískur sálfræðingur og hefur starfað sem sálfræðingur og framkvæmdastjóri Sentiu

Sálfræðistofu frá árinu 2011. Hefur hún unnið sem skólasálfræðingur bæði hér á landi sem og í Ástralíu við bæði greiningar- og meðferðarvinnu barna, unglinga og ungmenna.

 

Starfaði Soffía Elín einnig sem sálfræðingur Barnaverndar Reykjavíkur. Kennir hún loks Klíníska barnasálfræði við Háskóla Reykjavíkur ásamt því að sinna handleiðslu við BS nema við háskólann.

 

Soffía Elín lærði Educational og Developmental sálfræði við Háskólann í Western Sydney, Ástralíu en lauk hún grunnnámi í sálfræði við Háskóla Íslands. Sérhæfir hún sig í áfallameðferð, félagsfærni, ákveðniþjálfun, námslegum vandkvæðum og öðru sem snýr að líðan og hegðun barna og ungmenna. 

 

Soffía Elín bjó til Nexus Noobs námskeiðin árið 2015  fyrir börn og ungmenni. Eru námskeiðin fyrstu sinnar tegundar í heiminum þar sem sálfræðiíhlutun er samtvinnuð við skemmtileg og ævintýragjörn áhugamál. Sjá meira hér.

Meðferðarnálgun

Soffía Elín notast við gagnreyndar sálfræðimeðferðir og þá einna helst Hugræna Atferlismeðferð (HAM), Díalektíska Atferlismeðferð (DAM), EMDR áfallameðferð og Núvitund. 

Reikningsnúmer 0370-26-500925             Kennitala 500920-0410