Núvitund og hugleiðsla

Núvitund byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og austrænni þekkingu á hugleiðslu og slökun. Með núvitundaræfingum eflum við vellíðan með því að beina athygli að líðandi stund og finna betur fyrir hugsunum okkar og líðan. Óhætt er að segja að núvitundaræfingar eru öflug bjargráð sem gagnast öllum, óháð aldri. 

 

Núvitund snýst um að draga athyglina að einu atriði, sem getur verið andardráttur okkar, líðan í líkamanum, hljóðin í umhverfinu eða hvað sem er. Æfingarnar geta því verið margs konar en gott að byrja á einfaldari æfingum sem snúa að því að fylgjast með andardrættinum. 

Rannsóknir sýna að núvitund getur:

• Hjálpað til við að takast á við langvinna verki
• Aukið samkennd og dregið úr reiði
• Haft bein áhrif á virkni heilans
• Dregið úr streitu, kvíða og þunglyndi
• Aukið jákvæðni og lífsgleði

Einfaldar núvitundaræfingar sem hægt er að kenna börnum:
Öndunaræfing: Anda inn um nefið og teldu í huganum upp á 4 og þegar þú andar út um munninn þá tæmir þú lungun og telur í huganum upp á 6. Endurtaktu æfinguna 5 sinnum.

Litaæfingin: Taktu eftir þremur hlutum í kringum þig sem eru gulir.... rauðir…  grænir… .. bláir.... þú  mátt velja hvaða liti sem er.

Tilfinningaæfing: Taktu eftir öllum tilfinningum sem eiga sér stað í hjartanu og í líkama þínum. 

Aðferðir til þess að róa sig:

Finndu einn til þrjá hluti sem þú getur...

Dragðu andann hægt inn og út

þrisvar sinnum

SStyrkur-logo_RGB_svart.png