Súper námskeið

Súper Styrkur eru námskeið ætluð börnum og ungmennum. Á námskeiðunum læra þátttakendur allt sem viðkemur sjálfsmynd og sjálfstyrkingu, félagsfærni, tilfinningastjórnun og samskiptum. Notast er við gagnreyndar og áhrifaríkar sálfræðiaðferðir.

Á námskeiðunum kynnum við loks yoga sem eitt af bjargráðum. 

Stjórnendur á námskeiðunum eru Soffía Elín sálfræðingur og Paola Cardenas sem eru reynslumiklir sálfræðingar hvað varðar meðferðar- og hópavinnu með börnum, unglingum og ungmennum. Unnið er út frá styrkleikum þátttakenda með því að efla innsýn og bjargráð. Leitumst við í kjölfar námskeiða til þess að halda þátttakendum áfram í félagslegum aðstæðum sem reyna á þá færni sem þau hafa tileinkað sér hjá okkur.

Sjálfstyrkingarnámskeið 13-16 ára (10 skipti):

Foreldrar mæta í fyrsta tímann (eða á fjarfund) þar sem námskeiðið er kynnt ítarlega og spurningum svarað. Hittingar hjá þátttakendum eru 9 talsins og í 90 mínútur í senn þar sem námsefni er kynnt í gegnum verkefnavinnu, hreyfingu og slökun. Á milli hittinga fá þátttakendur léttvæga heimavinnu. Viðgjöf til foreldra er veitt á meðan námskeiði stendur. 

Trúnaður ríkir á milli þátttakenda bæði á meðan námskeiðinu stendur og eftir að því lýkur. Árangursmælingar eiga sér stað í upphafi námskeiðis og lok þess.

Næsta námskeið: Sumar 2021

Fyrir: Stúlkur, strákar (aðskilið)

Staðsetning: Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík

Verð: 72.000,-*

Hægt er að nýta frístundarkort/hvatapeninga á flestum námskeiðum Sjálfstyrks.

Greitt er inn á kt. 500920-0410 og reikningsnúmer 0370-26-500925

 

Sjálfstyrkingarnámskeið 10-12 ára (10 skipti):

Foreldrar mæta í fyrsta tímann (eða á fjarfund) þar sem námskeiðið er kynnt ítarlega og tekið við spurningum. Hittingar hjá þátttakendum eru 9 talsins og í 90 mínútur í senn þar sem námsefni er kynnt í gegnum verkefnavinnu, hreyfingu og slökun. Á milli hittinga fá þátttakendur léttvæga heimavinnu. Á lokahittingi mæta einnig foreldrar og námskeiðinu er slitið á jákvæðan hátt með skemmtilegum verkefnum.

Viðgjöf til foreldra er veitt á meðan námskeiði stendur. 

Trúnaður ríkir á milli þátttakenda bæði á meðan námskeiðinu stendur og eftir að því lýkur. Árangursmælingar eiga sér stað í upphafi námskeiðis og lok þess.

Næsta námskeið:8. apríl kl. 16.30-18.00

Fyrir: Stúlkur og drengi

Staðsetning: Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík

Verð: 72.000,-*

Hægt er að nýta frístundarkort/hvatapeninga á flestum námskeiðum Sjálfstyrks.

Greitt er inn á kt. 500920-0410 og reikningsnúmer 0370-26-500925

Sjálfstyrkingarnámskeið UNGMENNI - helgarnámskeið:

Hittingarnir eru fjóra laugardaga frá kl 10-13. Námsefni er kynnt í gegnum verkefnavinnu, hreyfingu og slökun yfir dagana. Viðgjöf er veitt til foreldra þeirra sem eru undir 18 ára.

Trúnaður ríkir á milli þátttakenda bæði á meðan námskeiðinu stendur og eftir að því lýkur. Árangursmælingar eiga sér stað í upphafi námskeiðis og lok þess.

Næsta námskeið: Kynnt fljótlega

Fyrir: Alla (blandaðir og sérhópar)

Staðsetning: Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík

Verð: 65.000,-

Greitt er inn á kt. 500920-0410 og reikningsnúmer 0370-26-500925

Sjálfstyrking og rafíþróttir STÚLKUR:

Námskeiðið spannar 10 skipti og er foreldrafræðsla innifalin, hópefli, rafíþróttatímar, hreyfing (fjölbreytileg) og sjálfstyrking. Viðgjöf er veitt til foreldra þátttakenda sem eru undir 18 ára.

Unnið er með sjálfstyrkingu í gegnum tölvur og hreyfingu á uppbyggilegan hátt. Leitast er að virkja stúlkur í tölvuleikjum á jákvæðan hátt. Hreyfing getur verið allt frá cross-fit yfir í létta leiki eins og hentar hverri stúlku.

Trúnaður ríkir á milli þátttakenda á meðan námskeiðinu stendur og eftir að því lýkur. Sálfræðingar, tómstunda og rafíþróttasérfr. stýra hittingum. Árangursmælingar eiga sér stað í upphafi námskeiðis og lok þess.

Næsta námskeið: 6. mars 2021 kl 15.00-16.30

Fyrir: Stúlkur 12-16 ára (þátttaka takmörkuð)

Staðsetning: Miðhraun 2 (Crossfit XY)

Verð: 88.000,-

Greitt er inn á kt. 500920-0410 og reikningsnúmer 0370-26-500925

Skráning á námskeið:

Spurt & Svarað

Hvað þýðir að vera Súper?

Að vera Súper þýðir að þú ert besta útgáfan af sjálfri þér. Á námskeiðinu öðlast þú þekkingu til þess að vera öruggari í samskiptum, þekkja tilfinningar þínar og taka eftir því sem er að gerast í huganum, að vera í núinu, að hugsa vel um líkamann og að vera sátt við líkama þinn og hugsa vel um hann.

Hvernig er þetta sjálfstyrkingarnámskeið öðruvísi en önnur námskeið?

​Námskeiðin hjá Sjálfstyrki eru stýrð af klínískum sálfræðingum og byggð á viðurkenndum, gagnreyndum meðferðum. Paola og Soffía hafa auk þess mikla klíníska reynslu af bæði meðferðar- og hópastarfi um þau viðfangsefni sem tekin eru fyrir á námskeiðunum og fyrirlestrum.

Hvað ef mér líður ekki vel á námskeiðinu?

Þú getur alltaf talað við okkur og sagt okkur hvernig þér líður. Okkur langar að öllum líði vel og því er það mikilvægt að láta okkur vita hvernig hægt er að bæta námskeiðið fyrir þig.

Ég á erfitt með að mæta á námskeið út af kvíða, er eitthvað sem ég get gert?

Eðlilegt er að vera kvíðin/n þegar mætt er á námskeið í fyrsta sinn. Gott er að hafa í huga að kvíði og óöryggi minnkar þegar líður á námskeiðið. Stundum þarf hugrekki til þess að stíga fyrsta skrefið en við erum líka alltaf til staðar á námskeiðinu.

 

Verður spilað á námskeiðinu?

Þetta er ekki Nexus Noobs námskeið en við munum oft spila á hittingum og gera ýmislegt sniðugt sem brýtur upp hittingana á skemmtilegan hátt.

Verða glærur og verkefni í tíma?

Á námskeiðinu munum lærum við viðfangsefni tímans í gegnum verkefni sem við vinnum saman.

Er þetta yoganámskeið?

Nei, þetta er ekki yoganámskeið en þú munt læra nokkrar yoga æfingar í seinni hluta námskeiðsins sem þú getur haldið áfram að æfa heima. 

Verður heimaverkefni?

Heimaverkefni eru yfirleitt léttvæg sem þýðir að þau taka ekki mikinn tíma frá þér og eru aðallega til þess að þú æfir þig á milli hittinga í því sem við tökum fyrir í tímanum áður. ​

 

Verða margir þátttakendur á námskeiðinu?

Nei við leitumst við að halda þátttakendum að hámarki 10 til þess að geta myndað góð tengsl við og á milli þátttakenda. Stundum færri. Trúnaður gildir  á meðan námskeiðinu stendur og eftir að því lýkur.

Screenshot 2020-10-22 at 20.39.05.png

Reikningsnúmer 0370-26-500925             Kennitala 500920-0410