Súper námskeið

Súper Styrkur eru námskeið ætluð börnum og unglingum. Á námskeiðunum læra þau um allt sem viðkemur sjálfsmynd og sjálfstyrkingu, félagsfærni, tilfinningastjórnun og samskiptum. Notast er við viðurkenndar gagnreyndar og áhrifaríkar sálfræðiaðferðir. Á námskeiðunum kennum við einnig yoga, þá bæði sem bjargráð og til þess að læra viðfangsefnin sem kennd eru í gegnum hreyfingu. 

 

Á námskeiðum sem ætluð eru börnum og unglingum mæta foreldrar í fyrsta tímann. Námskeiðin spanna 10 skipti (1.5 klst í senn). Á lokahittingi eru foreldrar einnig til staðar þar sem farið er yfir hvað þátttakendur eru búnir að tileinka sér og námskeiðinu er slitið á jákvæðan hátt með sameiginlegri virkni meðal unglinga og foreldra. Viðgjöf til foreldra er veitt á meðan námskeiði stendur. Þátttakendur þurfa að fylla út trúnaðaryfirlýsingu sem snýr að hvoru öðru og gildir bæði á meðan námskeið standa yfir og einnig eftir.

Sjálfstyrkur býður upp á sérsniðin námskeið eftir aldri, kyni og sérþörfum þátttakenda og hópa á vegum sveitarfélaga, sértækra stofnana og grunn- og framhaldsskóla. Um er að ræða styttri sjálfstyrkingarnámskeið með sérútbúnum áherslum og auka fræðsluefni. Hægt er að hafa samband við okkur fyrir frekari upplýsingar um verð, tímabil, uppsetningu námskeiðis o.fl.

Stjórnendur á námskeiðunum eru Soffía Elín sálfræðingur og Paola Cardenas sem eru báðar reynslumiklir sálfræðingar hvað varðar meðferðar- og hópavinnu með börnum, unglingum og ungmennum. Námskeiðin eru fyrsta sinnar tegundar hér á landi þar sem áhrifaríkustu meðferðarformum er blandað saman í heildarnámskeið og unnið er út frá styrkleikum með því að efla innsýn og bjargráð þátttakenda. Leitumst við í kjölfar námskeiða til þess að halda þátttakendum áfram í félagslegum aðstæðum sem reyna á þá færni sem þau hafa tileinkað sér á námskeiðunum.

Screenshot 2020-10-22 at 20.39.05.png

Spurt & Svarað

Hvað þýðir að vera Súper?

Að vera Súper þýðir að þú ert besta útgáfan af sjálfri þér. Á námskeiðinu öðlast þú þekkingu til þess að vera öruggari í samskiptum, þekkja tilfinningar þínar og taka eftir því sem er að gerast í huganum, að vera í núinu, að hugsa vel um líkamann og að vera sátt við líkama þinn og hugsa vel um hann.

Hvernig er þetta sjálfstyrkingarnámskeið öðruvísi en önnur námskeið?

​Námskeiðin hjá Sjálfstyrki eru stýrð af klínískum sálfræðingum og byggð á viðurkenndum, gagnreyndum meðferðum. Paola og Soffía hafa auk þess mikla klíníska reynslu af bæði meðferðar- og hópastarfi um þau viðfangsefni sem tekin eru fyrir á námskeiðunum og fyrirlestrum.

 

Verður spilað á námskeiðinu?

Þetta er ekki Nexus Noobs námskeið en við munum spila oft í tímunum og gera ýmislegt sniðugt sem brýtur upp hittinga á skemmtilegan hátt.

Verða glærur og verkefni í tíma?

Já, við verðum oftast með stutta glæru sýningu en við munum læra um viðfangsefni tímans í gegnum verkefni sem við vinnum saman. 

Er þetta yoganámskeið?

Nei, þetta er ekki yoganámskeið en þú mun læra nokkrar yoga æfingar í seinni hluta námskeiðsins sem þú gætir haldið áfram að æfa heima. 

Verður heimaverkefni?

Þú munt læra aðferðir sem þú getur æft þig í heima þannig að oftast snýr heimaverkefnið að því að æfa það sem við erum að læra í hverjum tíma fyrir sig. 

Hvað ef mér líður ekki vel á námskeiðinu?

Þú getur alltaf talað við okkur og sagt okkur hvernig þér líður. Okkur langar að öllum líði vel og því er það mikilvægt að láta okkur vita hvernig hægt er að bæta námskeiðið fyrir þig.

 

Verða margar þátttakendur á námskeiðinu?

Nei við leitumst við að halda þátttakendum að hámarki 10 til þess að geta myndað góð tengsl við og á milli þátttakenda. Stundum færri. Trúnaður gildir á milli þátttakanda á meðan námskeiðinu stendur og eftir að því lýkur.

Reikningsnúmer 0370-26-500925             Kennitala 500920-0410