Hugræn Atferlismeðferð

(Cognitive Behaviour Therapy)

Hugræn atferismeðferð (HAM) eða Cognitive Behaviour Therapy (CBT) er gagnreynt meðferðarform þar sem unnið er t.d. með kvíða, þunglyndi, lágt sjálfsmat og fælni. Byggist HAM á hugrænni meðferð og núvitund. 

 

Leitast er við að vinna með tilfinningar fólks og að ná jafnramt tökum á þeim. Hentar meðferðin vel til sjálfstyrkingar og félagsfærni. Í HAM eru tengslin milli tilfinninga, hugsana, líkamlegra einkenna þ.e. hegðunar skoðuð. 

 

Hugsanir, tilfinningar og hegðunin okkar hafa áhrif hvert á annað. Til dæmis, ef ég hugsa að ég sé leiðinlegur verð ég leiður og þori kannski ekki að hringja í vini mína. 

 

Í HAM lærum við að skilja betur hvað gerist í huganum okkar þegar okkur líður illa. Einnig lærum við að taka betur eftir viðbrögðum okkar í ákveðnum aðstæðum (hegðun okkar) og hvernig er hægt að bregðast öðruvísi við til að bæta líðan. 

​Núvitund

(Mindfulness)

Núvitund byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og austrænni þekkingu á hugleiðslu og slökun. Með núvitund erum við að beina athyglinni að líðandi stundu. Einfaldlega með því að taka eftir því sem þú ert að gera akkúrat núna og njóta. 

Núvitundaræfingar eru öflugt bjargráð og getum við stýrt okkur út úr óþægilegum eða kvíðafullum aðstæðum með því að stoppa, vera í núinu þar sem þú ert örugg/ur. Ef þú ert í lagi núna þá verða jafnvel áhyggjurnar ekki eins slæmar eða þú getur séð betur fyrir úrlausnum á vandkvæðum og áhyggjum sem voru að trufla​

Núvitundaræfingar snúa helst að skynfærunum. Við erum að veita því athygli sem við heyrum, sjáum og finnum fyrir ásamt því að nota lyktar- og bragðskyn. Æfingarnar geta því verið margs konar en gott að byrja á einfaldari æfingum sem snúa að því að fylgjast með andardrættinum. 

Líklegt er  að hugurinn reiki annað þegar við leitumst við að beina huganum að andardrættinum eða annars konar ,,guided mindfulness" æfingar. Snýst æfingin því að miklu leiti um að snúa huganum aftur til baka og veita aftur athygli að því sem við erum að aðhafast. 

 

Díalektísík Atferlismeðferð (Dialectical Behavior therapy)

Díalektísk atferismeðferð (DAM) eða dialectical behaviour therapy (DBT) er gagnreynt meðferðarform fyrir unglinga og fullorðna sem eiga í erfiðleikum með að stjórna tilfinningum sínum, eins og  til dæmis depurð og reiði. 

Leitast er við að vinna með tilfinningar fólks og að ná jafnramt tökum á þeim. Í DAM er unnið með jafnvægi milli hugsana og tilfinninga, færni í tilfinningastjórnun og samskiptum og leiðir til að auka streituþol. Hentar meðferðin vel til sjálfstyrkingar og félagsfærni.

Í DAM lærum við að skilja betur hvað gerist í huganum okkar þegar okkur líður illa. Einnig lærum við að taka betur eftir viðbrögðum okkar í ákveðnum aðstæðum (hegðun okkar) og hvernig er hægt að bregðast öðruvísi á uppbyggilegri og gagnlegri hátt að bæta líðan. V

DAM er áhrifarík meðferð með áherslur á félagatengsl og færni í samskiptum en er í grunninn svipað uppbyggð eins og Hugræn atferlismeðferð.

Samkenndarmiðuðu meðferð

(Compassion-Focused Therapy)

Compassion Focused therapy (CFT), eða samkenndarmiðuð meðferð, er ákveðin áhersla í hugrænni atferlismeðferð (HAM) þar sem er lögð er frekari áhersla á ýmsa þætti sem hafa áhrif á það hvernig við hugsum og hegðum okkur. Compassion hugtakið þýðir samkennd og mannúð gangvart öðrum og manni sjálfrum, þ.e. að sýna sjálfum sér samkennd andspænis erfiðum tilfinningum og of mikilli sjálfsgagnrýni.

Kjarninn í samkennd felur í sér bæði góðvild og hugrekki til að nálgast þau viðfangsefni sem hræða okkur eða okkur finnast óþægileg.

Samkenndarmiðuð meðferð er með nýlegri meðferðarleiðum innan sálfræðinnar.

 

Samkenndarmeðferð byggir á mörgum grunnstoðum, meðal annars þekkingu okkar á þróun mannsins t í gegnum aldirnar ásamt þekkingu á taugasálfræði og hvernig heilinn starfar. Ein megináhersla í meðferðarvinnunni er mikilvægi samspils hvað varðar ógn, öryggi og sátt. Samkenndarmeðferð er notuð meðal annars við þunglyndi, kvíða, áföllum og öðrum vandamálum.

© 2020 SJÁLFSTYRKUR EHF.                                                    Kennitala 500920 - 0410   Reikn. 0370 - 26 - 500925

Reikningsnúmer 0370-26-500925             Kennitala 500920-0410