top of page

Fræðsla

HAM

Hugræn atferismeðferð (HAM) eða Cognitive Behaviour Therapy (CBT) er gagnreynt meðferðarform þar sem unnið er t.d. með kvíða, þunglyndi, lágt sjálfsmat og fælni. Byggist HAM á hugrænni meðferð og núvitund. 

 

Leitast er við að vinna með tilfinningar fólks og að ná jafnramt tökum á þeim. Hentar meðferðin vel til sjálfstyrkingar og félagsfærni. Í HAM eru tengslin milli tilfinninga, hugsana, líkamlegra einkenna þ.e. hegðunar skoðuð. 

 

Hugsanir, tilfinningar og hegðunin okkar hafa áhrif hvert á annað. Til dæmis, ef ég hugsa að ég sé leiðinlegur verð ég leiður og þori kannski ekki að hringja í vini mína. 

 

Í HAM lærum við að skilja betur hvað gerist í huganum okkar þegar okkur líður illa. Einnig lærum við að taka betur eftir viðbrögðum okkar í ákveðnum aðstæðum (hegðun okkar) og hvernig er hægt að bregðast öðruvísi við til að bæta líðan. 

Hugsanir

Tilfinningar

Hegðun

DAM
Screen Shot 2021-11-07 at 11.27.08.jpg

Díalektísk atferismeðferð (DAM) eða dialectical behaviour therapy (DBT) er gagnreynt meðferðarform fyrir unglinga og fullorðna sem eiga í erfiðleikum með að stjórna tilfinningum sínum, eins og  til dæmis depurð og reiði. 

Leitast er við að vinna með tilfinningar fólks og að ná jafnramt tökum á þeim. Í DAM er unnið með jafnvægi milli hugsana og tilfinninga, færni í tilfinningastjórnun og samskiptum og leiðir til að auka streituþol. Hentar meðferðin vel til sjálfstyrkingar og félagsfærni.

Í DAM lærum við að skilja betur hvað gerist í huganum okkar þegar okkur líður illa. Einnig lærum við að taka betur eftir viðbrögðum okkar í ákveðnum aðstæðum (hegðun okkar) og hvernig er hægt að bregðast öðruvísi á uppbyggilegri og gagnlegri hátt að bæta líðan. V

DAM er áhrifarík meðferð með áherslur á félagatengsl og færni í samskiptum en er meðferðin í grunninn svipað uppbyggð eins og Hugræn atferlismeðferð eða HAM.

Núvitund byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og austrænni þekkingu á hugleiðslu og slökun. Með núvitundaræfingum eflum við vellíðan með því að beina athygli að líðandi stund og finna betur fyrir hugsunum okkar og líðan. Óhætt er að segja að núvitundaræfingar eru öflug bjargráð sem gagnast öllum, óháð aldri.  

Núvitund snýst um að draga athyglina að einu atriði, sem getur verið andardráttur okkar, líðan í líkamanum, hljóðin í umhverfinu eða hvað sem er. Æfingarnar geta því verið margs konar en gott að byrja á einfaldari æfingum sem snúa að því að fylgjast með andardrættinum. 

Rannsóknir sýna að núvitund getur:

• Hjálpað til við að takast á við langvinna verki
• Aukið samkennd og dregið úr reiði
• Haft bein áhrif á virkni heilans
• Dregið úr streitu, kvíða og þunglyndi
• Aukið jákvæðni og lífsgleði​

mindfulness.png
Núvitund
Yoga

Orðið Yoga er komið úr Sanskrít og merkir að tengjast eða sameining. Þá er átt við sameiningu við alheimsvitund. Á íslensku tölum við um jóga.


Yoga var hugsað sem kerfi til þess að efla líkamlega heilsu jafnt og sálræna líðan. Rekja má hugmyndafræði yoga allt að 6000 ár aftur í tímann. 

 

Tilgangur þess að ástunda yoga er að þroskast og auka þekkingu okkar á okkur sjálfum, þörfum líkama okkar, huga og sálar.

 

Markmiðið er því að öðlast góða líkamlega, andlega og hugræna heilsu og viðhalda henni.

sun sal.jpg
bottom of page