Fyrirlestrar Sjálfstyrks

Fyrirlesarar eru Paola Cardenas sálfræðingur og Soffía Elín Sigurðardóttir sálfræðingur sem hafa á annan áratug sérhæft sig í meðferðar- og hópavinnu með börnum, unglingum og ungmennum um allt sem viðkemur sjálfstyrkingu, félagsfærni og ákveðniþjálfun. Hafa þær sérfræðiþekkingu á áföllum og áfallavinnu, og reynslu að takast á við krefjandi skjólstæðinga. Jafngramt víðtæka þekkingu á greiningu og meðferð frávika sem snúa að þroska, náms- og hegðunarvanda barna. Njóta þær aðstoðar reyndra fagaðila, eftir umfangi verkefna.

Súper ráð

Fræðsla og fyrirlestur (1-1.5klst) fyrir fagfólk og foreldra.
Sjálfstyrking og farið yfir hugsanlegar ógnir á velferð og geðheilbrigði barna og unglinga. Nálgun okkar er ávallt jákvæð og byggist á því að innra með okkur öllum búa styrkir sem þarf að virkja með fræðslu og æfingum.

Súper foreldri

Vinnustofa (2-4 klst) fyrir foreldra.
Farið er í alla þá mikilvægu þætti sem koma fyrir á 10 skipta námskeiðunum okkar. Kennum við foreldrum hands-on aðferðir til þess að efla og styrkja börn sín og unglinga ásamt úrræðum til þess að takast á við hin ýmsu vandkvæði sem geta koma upp. 

Súper skóli

Sérúrræði fyrir grunn- og framhaldsskóla.
Sérsniðin úrræði til þess að efla sjálfsmynd nemenda og veita starfsfólki stuðning ef að t.a.m. vandkvæði koma upp eins og einelti, ofbeldi.  Fræðsla fyrir starfsfólk skóla og foreldra ásamt hópastarfi fyrir nemendur þar sem unnið er út frá sjálfstyrkingu.
Vinsælar áherslur í fyrirlestrum:
Þolendur ofbeldis, e
inelti (gerendur/þolendur),
athyglisbrestur og ofvirkni, röskun á einhverfurófi, 
kvíði og depurð​, kulnun, áföll og áfallastreita.

Fyrirspurnir og pantanir
Paola Cardenas sálfræðingur sér um allar pantanir á fyrirlestrum og svarar fyrirspurnum því tengdu. 
Hægt er að senda tölvupóst á Paolu eða skilaboð.

SStyrkur-logo_RGB.png
youtube.png
SStyrkur-logo_RGB_svart.png