Fyrirlestrar og fræðsla

Sjálfstyrkur býður upp á fræðslu og fyrirlestra (1-1.5klst) fyrir fagfólk og foreldra um allt sem viðkemur sjálfstyrkingu og því sem getur ógnað almennt velferð og geðheilbrigði hjá börnum og unglingum. Nálgun okkar er ávallt jákvæð og byggist á því að innra með okkur öllum búa styrkir sem þarf að virkja með fræðslu og æfingum. Styrkleikarnir geta verið margbreytilegir eins og mannfólkið en eru til staðar hjá okkur öllum óháð aldri, þroskastöðu og fyrri upplifunum.
Fyrirlesarar eru Paola Cardenas sálfræðingur og Soffía Elín Sigurðardóttir sálfræðingur sem hafa á annan áratug sérhæft sig í meðferðar- og hópavinnu með börnum, unglingum og ungmennum um allt sem viðkemur sjálfstyrkingu, félagshæfni, ákveðniþjálfun og hafa sérfræðiþekkingu á áföllum, áfallavinnu. Jafnframt djúpstæða þekkingu á frávikum í þroska, náms- og hegðunarvanda barna. Á námskeiðunum njóta þær einnig aðstoðar annarra reyndra sálfræðinga og fagaðila, eftir umfangi verkefna.
 
Sjálfstyrkur býður upp á 3 klst ,,workshop" Súper Foreldri sem er eins og heitið gefuðr til kynna ætlað foreldrum. Farið er í alla þá mikilvægu þætti sem koma fyrir á 10 skipta námskeiðunum okkar. Kennum við foreldrum hands-on aðferðir til þess að efla og styrkja börn sín og unglinga ásamt úrræðum til þess að takast á við hin ýmsu vandkvæði sem geta koma upp. 
Sjálfstyrkur býður upp á sérúrræði fyrir grunn- og framhaldsskóla ef upp koma vandkvæði sem snúa að velferð nemenda í formi fræðslu fyrir starfsfólk skóla og foreldra ásamt hópastarfi fyrir nemendur þar sem unnið er út frá sjálfstyrkingu t.d. fræðslu um einelti eða aðrar ógnir sem geta komið upp í skólaaðstæðum.
​Áherslur í  fyrirlestrum sem við
bjóðum upp á aukalega:​
  • Þolendur ofbeldis
  • Einelti (gerendur/þolendur)
  • Athyglisbrestur og ofvirkni
  • Röskun á einhverfurófi
  • Kvíði og depurð
  • ​Áfallastreita

Reikningsnúmer 0370-26-500925             Kennitala 500920-0410