top of page

Fræðsla og námsefni

Súperbækurnar, öll námskeið á vegum Sjálfstyrks, fyrirlestrar og fræðsluefni er byggt á gagnreyndum meðferðum sem metið er til gæða. Niðurstöður rannsókna á meðferðinn hafa þá sýnt endurtekið fram á að meðferðin sé líkleg til þess að skila árangri.

Human head and brain.Artificial Intelligence, AI Technology, thinking concept..jpg

01

Hugræn atferismeðferð (HAM) eða Cognitive Behaviour Therapy (CBT) er gagnreynt meðferðarform þar sem unnið er t.d. með kvíða, þunglyndi, lágt sjálfsmat og fælni. 

03

Núvitund byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og austrænni þekkingu á hugleiðslu og slökun. Með slökun og  núvitundaræfingum eflum við vellíðan með því að beina athygli að líðandi stund.

05

Innra með okkur búa ofurkraftar sem við þurfum að virkja og hlúa að til þess að öðlast heilbrigða sjálfsmynd. Styrkirnir innra með okkur eru eins og ofurhetjur eða súperstyrkir. Ýmsar ógnir geta reynt á okkur og þurfum við æfingu til þess að halda okkar innra ofurkrafti.

02

Díalektísk atferismeðferð (DAM) eða dialectical behaviour therapy (DBT) er gagnreynt meðferðarform fyrir unglinga og fullorðna og eflir tilfinningastjórnun.

04

Yoga var hugsað sem kerfi til þess að efla líkamlega heilsu jafnt og sálræna líðan. Rekja má hugmyndafræði yoga allt að 6000 ár aftur í tímann. Tilgangur þess að ástunda yoga er að þroskast og auka þekkingu okkar á okkur sjálfum, þörfum líkama okkar, huga og sálar.

06

Sjálfsmynd er heildarhugmynd einstaklings um sjálfan sig. Sjálfsálit vísar til viðhorfs manneskjunnar til sjálfrar sín og virði síns sem manneskju. Sjálfstraust vísar til þess hve mikla trú við höfum á sjálfum okkur og getu til að ná markmiðum okkar og takast á við lífið.

bottom of page