Fræðsla um allar bækurnar

Texti fyrir uppalendur - DRÖG 

Súper vinalegur á mynd og er að tala við lesandann:

Fræðsla:

Súper Vinalegur fjallar um félagsfærni og hvernig við tengjumst öðru fólki. Við erum öll alls konar og búum yfir styrkjum á ólíkum sviðum. Sum börn eru feimin og þarf að hvetja áfram en öðrum þarf að kenna að setja sér betri mörk. 

 

Félagsfærni er: 

 • Færni okkar til þess að lesa og skilja félagslegar aðstæður

 • Félagslegar aðstæður geta verið yrt og óyrt

 • Að geta talað við aðra og kynnst nýju fólki

 • Að viðhalda og rækta vináttur

 • Gefast ekki upp þótt að hindranir standi í veginum fyrir að kynnast nýjum eða finna einhvern sem passar okkur

 • Treysta vini og vera sjálf traustur vinur

 • Hlusta, hjálpa, deila

 • Vera dugleg að æfa okkur í öllu þessu

Hvað er kvíði? 

 • Kvíði er náttúrulegt viðbragð líkamans sem verndar okkur í hættulegum aðstæðum eða aðstæðum sem reyna á. Þegar við upplifum óhjálplegur kvíða þá bregðumst við aðstæðum sem eru ekki sérstaklega hættulegar en sem við ímyndum okkur séu hættulegar

 • Kvíðaviðbrögð hjálpa líkamanum að takast á við erfiðar aðstæður. En viðbrögðin geta hamlað okkur ef við upplifum óhjálplegur kvíða

 • Þetta lífeðlisfræðilega viðbragð við ógn kallast berjast, flýja, frjósa viðbragðið

Fræðsla um feimni, félagskvíða, félagsfælni og munurinn á því. 

 • Í feimni felst sterk vitund um að aðrir beini athygli sinni að okkur og fylgist með því hvernig maður talar og hegðar sér. Það verður til þess að maður verður jafnframt mjög meðvitaður um hegðun sem að jafnaði er meira eða minna ósjálfráð, eins og að tala

 • Feimni á háu stigi er kölluð félagskvíði eða félagsfælni. Félagskvíði er hugtak sem notað er um hegðun þeirra sem upplifa mikinn kvíða í félagslegum aðstæðum

 • Félagsfælni er hugtak sem haft er um hegðun þeirra sem forðast eða óttast félagslegar aðstæður í slíkum mæli að það kemur verulega niður á starfi þeirra, námi eða samskiptum við aðra. Félagsfælni getur verið almenn eða bundin við ákveðnar kringumstæður eins og að tala eða borða fyrir framan aðra. Nýlegar rannsóknir benda til þess að allt að 10-12% fólks eigi við félagsfælni að stríða einhvern tímann á ævinni. Slík fælni getur verið afar bagaleg þar sem hún stendur fólki oft alvarlega fyrir þrifum.

 • Fræðsla um hugsanavillur: 

  • Hugsanir sem annað hvort eru ekki réttar eða óhjálplegar við að leysa vandamál

  • Hver sem er getur búið yfir hugsanavillum óháð aldri, þroska eða fyrri störfum

   • Óhjálplegur hugsunarháttur sem við köllum ALLT eða EKKERT (ein manneskja gerði grín að mér og það þýðir að ALLIR hata mig) 

   • Hugsanir sem snúa að verstu mögulega útkomu “ég verð alltaf einmanna” 

   • Stundum festumst við í neikvæðri hugsun “engin vill vera með mér” eða “ég er asnalegur”

Hvernig að styðja börn og unglinga í félagslegum samskiptum:

 • Útbúa viðeigandi tækifæri til þess að hjálpa börnum og unglingum að æfa sig í félagsfærni. Börn og unglinga eru mismunandi og sum eru með þroskafrávik, félagskvíða eða mikla feimni, sem hefur áhrif á félagshæfni

 • Tækifærin gerast þegar stigið er út fyrir þægindahringinn og er þá mikilvægt að styðja við börnin og hvetja þau að sýna hugrekki í að taka fyrstu skrefin

 (þægindahringurinn)

 • Ef barn er duglegt að spyrja eftir félaga en fær í sífellu höfnun, þá gæti verið gott að grípa inn í, endurmeta og aðstoða barnið við finna aðrar leiðir eða félaga sem henta betur

 • Miðum við samveru barna eins lengi og vel gengur. Sum börn þola eingöngu að leika við önnur börn í takmarkaðan tíma. Mikilvægt er að fylgjast með, leiðbeina þeim eða grípa inn í þörf er á.

 • Gott samband við kennara barns er mjög mikilvægt. Stundum geta kennarar bent á hvaða börn ná vel saman við þitt barn. Fáðu ráð og stuðning hjá starfsfólki skólans við að mynda vinahringi

 • Ef þú hefur áhyggjur af barninu þínu þá getur verið gott að ráðfæra sig við fagaðila


Félagsleg samskipti geta verið bæði takmörkuð eða borið á markaleysi. Mikilvægt er að setja barninu mörk um að t.d. læra að spyrja eftir öðrum börnum og að geta hafnað boði frá öðrum

Reikningsnúmer 0370-26-500925             Kennitala 500920-0410