Díalektísk atferlismeðferð

Díalektísk atferismeðferð (DAM) eða dialectical behaviour therapy (DBT) er gagnreynt meðferðarform fyrir unglinga og fullorðna sem eiga í erfiðleikum með að stjórna tilfinningum sínum, eins og  til dæmis depurð og reiði. 

Leitast er við að vinna með tilfinningar fólks og að ná jafnramt tökum á þeim. Í DAM er unnið með jafnvægi milli hugsana og tilfinninga, færni í tilfinningastjórnun og samskiptum og leiðir til að auka streituþol. Hentar meðferðin vel til sjálfstyrkingar og félagsfærni.

Í DAM lærum við að skilja betur hvað gerist í huganum okkar þegar okkur líður illa. Einnig lærum við að taka betur eftir viðbrögðum okkar í ákveðnum aðstæðum (hegðun okkar) og hvernig er hægt að bregðast öðruvísi á uppbyggilegri og gagnlegri hátt að bæta líðan. V

DAM er áhrifarík meðferð með áherslur á félagatengsl og færni í samskiptum en er meðferðin í grunninn svipað uppbyggð eins og Hugræn atferlismeðferð eða HAM.

69.gif
SStyrkur-logo_RGB_svart.png