Sjálfsmynd unglingsstúlkna er viðkvæm. Þær mynda sterk tengsl við jafningja og álit annara skiptir miklu máli. Ímynd og samþykki jafnaldra er mikilvægt og þær eru oft tilbúnar að snúa baki við eigin gildum til þess að vera samþykktar.

Unglingsstúlkur eru sérstaklega útsettar fyrir því að þróa með sér neikvæða líkamsímynd. Upplifa þær oft mikla pressu til að þess líta út á ákveðinn hátt og geta upplifað vonbrigði og niðurrifshugsanir. Sjálfsgagnrýni getur einnig leitt til neikvæðrar sjálfsmyndar, lágs sjálfstrausts, kvíða og þunglyndis. Einelti er algengt meðal stúlkna og getur líka haft mikil áhrif á líðan þeirra og leitt til einmanaleika, depurðar, kviði og jafnvel sjálfsskaða. 

Lífstíll unglinga í dag er hraður og einkennist af streitu og áreiti í tengslum við skóla, heimanám, vinnu, félaga, fjölskyldu og samfélagsmiðla. Áhrif samfélagsmiðla þurfa ekki alltaf að vera slæm þar sem unnt er að auka þekkingu, viðhaldið tengslum á auðveldari hátt og notast sem góð afþreying. Neikvæðu áhrif samskiptamiðla geta hins vegar komið fram í of litlum svefni, útslitspressu, brengluðum fyrirmyndum, vafasamar upplýsingar og net einelti eða áreiti. 

Sem mæður og sálfræðingar með mikla reynslu af meðferðarvinnu með börnum og unglingum vitum við að unglingar í dag þurfa að læra ákveðin verkfæri til að geta “funkerað” betur í daglegu lífi.

Unglingsstúlkur þurfa að búa yfir félagsfærni, hafa skilning á tengslum á milli hugsana, tilfinninga og hegðunar. Hafa þekkingu á bjargráðum sem snúa bæði að ró og hreyfingu. Öðlast virðingu fyrir sjálfri sér og ná sátt við líkama og persónu. 

 

Með auknu innsæi og þekkingu á sjálfri sér ásamt eflingu með bjargráð er hægt að móta sterka og heilsteypta sjálfsmynd

Útrás

Ákveðni

sjálfstyrkur

Seigla

Félagsfærni

Þrautseigja  Sjálfstraust

Kraftur

Hvatning

Bjargráð

Sjálfsmynd

Samskipti

Þekking

Sjálfsþekking

Tilfinningastjórnun

Hreyfing

VIRKJA

Sókn     Spenna    Kraftur
Reiði   Kvíði   Óbeit
Öryggi   Hugga   Tengsl

Hvað er einelti

Að gantast og grínast
Eitt atvik, einu sinni
 • Einhver er leiðinlegur af ásetningi

 • Geranda líður mjög illa eða er reiður

 • Endurtekur sig ekki 

 • Allir eru að skemmta sér
 • Engum sárnar eða líður illa
 • Allir eru að taka þátt í gríninu saman
Rifrildi
 • Tveir eru fleiri aðilar með jafnt valdajafnvægi deila um ákveðið umræðuefni eða eru ósammála

 • Oftast er hægt að komast að einhvers konar niðurstöðu

Einelti
 • Endurtekin árásargjörn hegðun sem þolandi kærir sig ekki um

 • Ásetningur um að einhverjum sárni og líði illa

 • Getur verið eitthvað sem er sagt, félagslegt (útilokun, hunsun), líkamlegt eða í gegnum netið

Innrætum snemma í hugarfar barna okkar að þau þurfa ekki að láta öllum líka við sig.

sjálfstyrkur.is
Ímyndaðu þér hvernig þér liði
ef þú myndir hlaða þig jafn oft
og þú hleður símann þinn
sjálfstyrkur.is
Hugsanir okkar eru eins og raddir; okkar eigin, rödd foreldra, vina eða annarra í lífi okkar.
 
Orð skipta máli því þau verða að innri rödd barna okkar og hugsunum sem móta sjálfsmynd þeirra.
sjálfstyrkur.is
sjálfstyrkur.is

Rafíþróttanámskeið stúlkna 12-16 ára hefst 6. mars n.k.

Á 10 hittingum er unnið með sjálfstyrkingu, hópefli, hreyfingu og rafíþróttir. Þátttaka er takmörkuð og komast 10 stúlkur á námskeiðið.

​Sálfræðingar, tómstundaráðgjafi og sérfr. í rafíþróttum stýra hittingum.  Frekari upplýsingar um námskeiðið á www.sjalfstyrkur.is 

Hefst: 6. mars frá kl 15-16:30

Staðsetning: Miðhrauni, XY esports

Verð: 88.000,- kr

Meðvituð um verki eða óþægindi í líkama

Fjölbreytt mataræði

Skipulag

Líkamlegt heilbrigði

Hreinlæti

Meðvituð um eigin mörk

Sjálfsvirðing

Regluleg hreyfing

Meðvituð um sjálfa mig

Nægur svefn og hvíld

Ég passa upp á heilsuna

Heading 2

Reikningsnúmer 0370-26-500925             Kennitala 500920-0410