Spurt & Svarað

Hvað þýðir að vera Súper?

Að vera Súper þýðir að þú ert besta útgáfan af sjálfri þér. Á námskeiðinu öðlast þú þekkingu til þess að vera öruggari í samskiptum, þekkja tilfinningar þínar og taka eftir því sem er að gerast í huganum, að vera í núinu, að hugsa vel um líkamann og að vera sátt við líkama þinn og hugsa vel um hann.

Hvernig er þetta sjálfstyrkingarnámskeið öðruvísi en önnur námskeið?

​Námskeiðin hjá Sjálfstyrki eru stýrð af klínískum sálfræðingum og byggð á viðurkenndum, gagnreyndum meðferðum. Paola og Soffía hafa auk þess mikla klíníska reynslu af bæði meðferðar- og hópastarfi um þau viðfangsefni sem tekin eru fyrir á námskeiðunum og fyrirlestrum.

Hvað ef mér líður ekki vel á námskeiðinu?

Þú getur alltaf talað við okkur og sagt okkur hvernig þér líður. Okkur langar að öllum líði vel og því er það mikilvægt að láta okkur vita hvernig hægt er að bæta námskeiðið fyrir þig.

Þarf ég að vera góð í jóga?

Þú þarft ekki að kunna neitt í jóga til þess að koma á námskeiðið. Við munum kenna nokkrar léttar og skemmtilegar æfingar. 

Ég á erfitt með að mæta á námskeið út af kvíða, er eitthvað sem ég get gert?

Eðlilegt er að vera kvíðin/n þegar mætt er á námskeið í fyrsta sinn. Gott er að hafa í huga að kvíði og óöryggi minnkar þegar líður á námskeiðið. Stundum þarf hugrekki til þess að stíga fyrsta skrefið en við erum líka alltaf til staðar á námskeiðinu.

 

Verður spilað á námskeiðinu?

Þetta er ekki Nexus Noobs námskeið en við munum oft spila á hittingum og gera ýmislegt sniðugt sem brýtur upp hittingana á skemmtilegan hátt.

Verða glærur og verkefni í tíma?

Á námskeiðinu munum lærum við viðfangsefni tímans í gegnum verkefni sem við vinnum saman.

Er þetta jóganámskeið?

Nei, þetta er ekki jóganámskeið en þú munt læra nokkrar yoga æfingar í seinni hluta námskeiðsins sem þú getur haldið áfram að æfa heima. 

Verður heimaverkefni?

Heimaverkefni eru yfirleitt léttvæg sem þýðir að þau taka ekki mikinn tíma frá þér og eru aðallega til þess að þú æfir þig á milli hittinga í því sem við tökum fyrir í tímanum áður. ​

 

Verða margir þátttakendur á námskeiðinu?

Nei við leitumst við að halda þátttakendum að hámarki 10 til þess að geta myndað góð tengsl við og á milli þátttakenda. Stundum færri. Trúnaður gildir  á meðan námskeiðinu stendur og eftir að því lýkur.

SStyrkur-logo_RGB_svart.png